Fyrirlestrar og námskeið um netið og nýmiðla

Heimili og skóli og SAFT, vakningarátak um örugga tækninotkun barna og unglinga á Íslandi, gefa út fjölbreytt námsefni,  bjóða upp á fjölda fyrirlestra og námskeið um netið og nýmiðla fyrir nemendur, foreldrafélög, skólaráð, kennara og félagasamtök.

 

1) Netið og samfélagsmiðlar. 

Fyrirlesari: Bryndís Jónsdóttir, verkefnastjóri SAFT, Ingibjörg (Systa) Jónsdóttir, verkefnastjóri SAFT.

Markhópur: Nemendur 4.-7. bekkur, foreldrafélög, skólaráð, kennarar og skólastjórnendur.

Netið hefur opnað fyrir ótal möguleika sem notendur geta nýtt sér á uppbyggilegan hátt. En ótal dæmi um misnotkun og óvarlega netnotkun sýna fram á nauðsyn þess að við temjum okkur og börnum okkar snemma að nota netið á uppbyggilegan hátt. Rannsóknir sýna að á grunnskólaaldri er netnotkun orðin hluti af daglegu lífi. Mörg börn eiga snjalltæki sem býður þeim upp á að vera nettengd allan sólarhringinn alla daga vikunnar auk þess sem félagslíf barna fer að stórum hluta fram á netinu. Hins vegar fá þau mis mikla leiðsögn heima fyrir um hvernig umgangast beri netið á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Mörg börn eru þ.a.l. ekki nógu vel upplýst um ýmsar hættur sem steðja að þeim. á þar helst nefna tælingu, óvarlegar myndbirtingar, rafrænt einelti og netfíkn svo fátt eitt sé nefnt. Því miður er raunin sú að á netinu fyrirfinnst fólks sem villir á sér heimildir í þeim tilgangi að komast í tæri við börn á þessum aldri. Í fræðsluerindinu er farið yfir einkenni tælingarmála og hvað beri að varast í samskiptum við ókunnuga, hvað sé hægt að gera ef grunur vaknar um tilraun til tælingar og hvert sé hægt að leita. Eins fá börn og foreldrar fræðslu um meðferð persónuupplýsinga, alvarleika rafræns eineltis og óvarlegra samskipta og myndbirtinga á netinu,  farið verður yfir slæm áhrif ofnotkunar á tölvum og neti auk þess sem hvatt er til jákvæðrar og ábyrgrar netnotkunar. Fræðslan er lifandi og hvatt er til þátttöku nemenda og foreldra. Stuðst er við stutt myndbönd sem að lýsa ýmsum klemmum sem komið geta upp með óvarlegri netnotkun. Farið verður yfir helstu rannsóknir og hvernig netnotkun hefur verði að þróast síðustu ár. Farið veður yfir helstu heilræði í rafrænu uppeldi  og yfirlit gefið yfir aðgengilegt kennsluefni um netnotkun og einfaldar öryggisstillingar.

pinfo

2) Bara 1 like í viðbót.

Fyrirlesari: Óli Örn Atlason, uppeldis- og menntunarfræðingur, forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Fönix.

Markhópur: Nemendur (13-16 ára), foreldrafélög, kennarar og skólastjórnendur (námsráðgjafar og skólahjúkrunarfræðingar).

Í þessari fræðslu er farið er yfir helstu samfélagsmiðla – Facebook, Snapchat, Instagram, nafnlausu spjöllin, hvað unglingarnir setja inn í gegnum þessa miðla og í hvaða tilgangi. Farið er ítarlega ofan í kjölin á því hvernig er að vera unglingur í dag og hversu stór hluti af sjálfsmynd unglingsins verður til á samfélagsmiðlum. Farið er í hvað hægt sé að gera og hvernig er hægt að ræða þessa hluti í skólanum og heima án þess að það springi allt í loft upp. Óli hefur unnið náið með unglingum undanfarin 8 ár í félagsmiðstöð og þekkir vel hvernig unglingarnir nota netið og snjalltækin.  Unglingarnir misstíga sig á samfélagsmiðlunum – senda myndir af sér sem fer á aðra (fleiri) staði en þau ætluðu, segja eitthvað sem þau meina ekki endilega og hafa fáa sem skilja hvað þau eru að ganga í gegnum. Þessi fyrirlestur brúar bilið milli unglinga og foreldra og/eða skóla þannig að allir séu að tala sama tungumál til að geta rætt þessa hluti sem unglingarnir eru að ganga í gegnum.  Þetta er allt sem þú vildir vita um unglinginn þinn og svo miklu meira.

Bara 1 like í viðbót fyrir framhaldsskólaaldur. Markhópur: nemendur (16+), kennarar og námsráðgjafar.

Í þessari fræðslu er farið yfir hvernig helstu samfélagsmiðlar hafa áhrif á sjálfsmyndina og okkur sem persónur.  Hvers vegna samfélagsmiðlarnir hafa meiri áhrif heldur en við höldum og viljum.  Að lokum spyrjum við okkur erfiðu spurninganna sem enginn er að spyrja en allir eru að hugsa…

 

Sexting

3) Miðlamenning fjölskyldunnar.

Fyrirlesari: Ólína Freysteinsdóttir fjölskyldumeðferðarfræðingur. Búsett á Akureyri.

Markhópur: Foreldrar og/eða foreldrar og unglingar saman.

Netnotkun ein vinsælasta tómstundaiðkun barna og unglinga í vestrænum ríkjum og notkuninni fylgja bæði kostir og gallar. Netnotkun bara og unglinga virðist koma aftan að foreldrum og rannsóknir sýna að þó foreldrar telji sig vita hvað börn þeirra eru að gera á netinu virðist raunin önnur. Markmiðið með fyrirlestrinum er að auka þekkingu foreldra á mikilvægi þess að setja viðmið eða að fjölskyldan búi sér til menningu er varðar síma, tölvur og sjónvarpsnotkun. Fyrirlesari er með MA í fjölskyldumeðferð og byggir fyrirlesturinn á lausnarmiðuðum, einföldum aðferðum fyrir fjölskyldur til breytinga.

parents

4) Byggjum traustan grunn fyrir tæknilegt líf ungra barna

Fyrirlesari Ingibjörg (Systa) Jónsdóttir verkefnastjóri, SAFT.

Markhópur: Starfsfólk leikskóla, foreldrafélög leikskóla og foreldrar barna í yngstu bekkjum grunnskóla.

Ung börn alast upp í tæknilegum heimi þar sem aðgengi að tölvum og tækjum er mikið. Samkvæmt rannsókn í Bretlandi eiga 30% 0-5 ára barna sitt eigið tæki. Foreldrar bera ábyrgð á því að stýra notkun barnanna. MiByggjum_traustan_myndkilvægt er að foreldrar skapi umhverfi sem börnin læra af, umhverfi þar sem áhersla er lögð á gildi þess að njóta tækninnar á skapandi og jákvæðan hátt. Leita þarf jafnvægis þar sem gleði, fræðsla, virðing og þörfin fyrir að leyfa tækninni að vera hluti af daglegum athöfnum fjölskyldunnar fá sitt rými. Hægt er að fara nokkrar leiðir til þess að skapa þetta jafnvægi:

  • Að leggja áherslu á það að vera með börnunum þegar þau eru að læra á tækið.
  • Að skapa gott samkomulag um notkunina.
  • Að setja reglur bæði um tíma og einnig um innihald þess efnis sem börnin nota.
  • Að hafa reglulegt eftirlit með því sem börnin eru að gera í tækinu.

Í fyrirlestrinum er fjallað um þær leiðir sem foreldrar geta farið til þess að hjálpa börnunum að eiga gott upphaf í tæknilegum heimi.

 

 

5) Það sem þú þarft að vita um #selfie og #sexting áður en það er of seint. 

Markhópur: Nemendur (13+), foreldrafélög, skólaráð, kennarar og skólastjórnendur.

 

 

selfie

 

6) Jákvæð og örugg netnotkun barna og unglinga. 

Fyrirlesari: Hafþór Barði Birgisson, tómstunda- og félagsmálafræðingur. Búsettur í Reykjanesbæ.

Markhópur: Nemendur, foreldrafélög, skólaráð, kennarar og skólastjórnendur.

Efnistök: Internetið er frábær upplýsingaveita og tæki til samskipta en þar felast einnig ýmsar hættur sem mikilvægt er fyrir börn og foreldra að þekkja

og gera sér grein fyrir. Til að foreldrar geti talað við börnin sín og leiðbeint þeim um öryggi og góða hegðun þurfa þeir að þekkja það umhverfi sem þeir

eru í dags daglega. Leiðbeiningar um “umferðarreglur” á netinu eru því orðinn einskonar hluti af uppeldishlutverkinu.

Fjallað er um netið og nýmiðla og mikilvægi þeirra í lífi barna og unglinga.

Fyrirlesturinn er hægt að fá í nokkrum útgáfum eftir aldri og þroska barna og ungmenna.

Rætt er m.a. um; a) helstu notkunarleiðir og venjur barna og unglinga,

  1. b) hvað nauðsynlegt er að hafa í huga til að netnotkun verði örugg og ánægjuleg,
  2. c) hvernig foreldrar og kennarar geta rætt um jákvæða og örugga netnotkun við börn og unglinga, og
  3. d) sýnikennsla á nokkrum af þeim “verkfæra” sem ungt fólk notar.

Á fyrirlestrinum er einnig farið yfir siðferði á netinu, rafrænt einelti, netboðorðin,

félagsnetsíður, friðhelgi einkalífsins.

kidComp

 

7) Skjátími og “Netfíkn”. 

Markhópur: Nemendur, foreldrafélög, skólaráð, kennarar og skólastjórnendur.

Á síðustu árum hefur athygli fólks um víða veröld í sífellt auknum mæli beinst að ofnotkun fólks á netinu svo kölluðum skjátíma. Í þessu erindi er fjallað hvernig megi meta gæði skjátíma og hvað sé eðlilegur skjátími fyrir mismunandi aldurshópa. Einnig er fjallað um hver einkenni ofnotkunar eru, hvað slík notkun getur haft í för með sér og hvað foreldrar og fagfólk getur gert til að fyrirbyggja vandann þegar hægt er og takast á við hann þegar svo ber undir.

 

teenagers-addicted-to-computer-games-2

8) Sigga Dögg – kynfræðingur

Búsett í Reykjanesbæ.

Fyrirlestrar fyrir foreldra eru 60-90 mín.

Fyrirlestrar fyrir nemendur eru 40-60 mín

8.1. Hvað er einn bossi milli vina? Sexting og seena-seena-seena
Markhópur unglingar/foreldrar/kennara
– efri bekkir grunnskóla & framhaldsskóli

Hvernig nota unglingar tæknina til að tjá áhuga og afhverju senda þeir kynferðisleg skilaboð sín á milli, er þetta kannski gömul saga í nýjum búningi? Í þessum fyrirlestri reynum við að skilja sendingu nektarmynda og kynferðislegra skilaboða og hvað þau raunverulega þýða fyrir unglinga, foreldra og svo skólasamfélagið. Hér verður ekki bara einblínt á grýlu heldur einnig gleðina sem tæknin getur fært okkur og hvernig við náum sjálf stjórn á henni. Hér verður rýnt í hvernig við tölum um kynlíf, líkamann og hvernig við virðum mörk hvers annars í samhengi við að eiga sig og sinn líkama sjálfur. Af hverju má t.d. ekki sýna kvenkyns geirvörtu á facebook en karlmanns er í lagi? Hver ákveður hvað er í lagi að sýna á samfélagsmiðlum? Þarf reglulega að #freethenipple? Sexting verður sett í sögulegt samhengi til að læra megi fyrir framtíðina hvernig samskiptasiði við viljum hafa hvort við annað. Það þarf nefnilega að skilja kynhegðun unglinga til að skilja sexting og hér mun það tvennt hanga saman. Þetta er nokkuð gagnvirkur tími sem ætti að skilja þátttakendur eftir með þó nokkra umhugsunarpunkta, og jafnvel verkfæri, í fararteskinu.

8.2. Ekki kemst allt þetta fyrir…Hvað er klám eiginlega?
Markhópur unglingar/foreldrar/kennara
– efri bekkir grunnskóla & framhaldsskóli

Í þessum fyrirlestri reynum við að skilja hvað á fólk við þegar það talar um klám (allt samt án þess að sýna eitt einasta klám!) og hvort það sé hættulegt og heilsuspillandi? Hvernig horfa unglingar á klám og afhverju? Við munum skoða hvernig klámið hefur þróast og hvert það stefnir í að þróast innan samfélags sem er gagnrýnið á klám en er samt ekki sammála um hvað það er eða hvernig eigi að taka á því. Hvað þýðir að klám sé ólöglegt á Íslandi og hvernig er það í öðrum löndum? Er klám raunveruleg lýsing á kynlífi eða er þetta allt eitt stórt green screen? Eru kannski til margar tegundir af klámi og skiptir það einhverju máli? Hér verður leitast eftir því að efla gagnrýna hugsun og fjölmiðlalæsi á léttan og aðgengilegan hátt svo hver og einn geti tekið meðvitaða ákvörðun um hvort neysla á klámi sé hluti af kynlífi hans eða hennar.

8.3. Hjálp – er barnið mitt kynvera?
Markhópur foreldrar/kennara
– leikskóli

Fæstir gera sér grein fyrir því að kynfræðsla barns hefst um leið og það kemur í heiminn og það er kyngreint og svo kjassað og knúsað. Börn eru misforvitin um eigin líkama og líkama annarra en í þessum fyrirlestri verður farið í gegnum hvaða hegðun er eðlileg í því samhengi, hvaða hegðun varhugsaverð og hvenær er ástæða til að grípa inní. Hvað á t.d. að gera við barn sem stöðugt nuddar á sér kynfærin í hvíldinni í leikskólanum? Er eðlilegt að fara í læknisleik? Þessum spurningum verður svarað og tillögur að verkferlum kynntar. Farið verður í gegnum munin á gælunefni og réttnefni kynfæra, staðalmyndir kynjanna og hvernig þau hamla leik og starfi og hvernig við kennum ungum börnum að virða eigin mörk og setja öðrum mörk. Einnig verður farið í gegnum hvað skal gera ef börn sjá klám á netinu og hvernig megi tala um „blómin og býflugurnar“. Hér er lagður grunnur að einni mikilvægustu mótun manneskjunnar, kynverundinni; hvernig við tjáum okkur og ást okkar og tilfinningar til annarra.

8.4. Karmella í bréfi – hvernig fáum við stráka til að nota smokkinn?
Markhópur unglingar/foreldrar/kennara
– efri bekkir grunnskóla & framhaldsskóli
Íslendingar eiga met í kynsjúkdómasmiti og rannsóknir sýna að við erum arfaslök í notkun smokksins. Þetta þarf að breytast því kynheilsan er undir og suma kynsjúkdóma er ekki hægt að lækna með einni pillu. Í þessum fyrirlestri förum við í gegnum notkun smokksins og hvaða þættir skipta máli svo hann sé notaður. Hér verður stuttlega farið í hvaða kynsjúkdómar eru algengastir, hvers vegna þeir eru hættulegir, hvernig og við hvað þeir geta smitast og hvaða ráð er til við þeim. Veist þú afhverju smokkar eru til með bragði? Hvað er töfrateppi? Ferilinn við kynsjúkdómaprófun verður kynntur og útskýrður sem og hvernig megi nota smokkinn, hvað hann kosti og hvar sé hægt að nálgast hann. Þessi fyrirlestur á erindi beint við unglinga en einnig við foreldra til að standa með unglingum því foreldrar geta verið mikilvægur þáttur í að styðja við smokkanotkun unglingsins síns.

 

9) Bara 5 mínútur í viðbót. 

Heimildarmyndin “Bara 5 mínútur í viðbót” fjallar um tölvuleikjafíkn ungfólks (þó aðalega drengja). Sýnt er framá hvernig fíknin hefur áhrif á þeirra nánasta umhverfi, félagsleganþroska og almennt líf þriggja drengja. Talað er við sérfræðinga s.s. sálfræðing, tölvufræðing, yfirlögregluþjón, sem og þrjá drengi á mismunandi aldri sem allir eiga það sameiginlegt að vera háðir tölvuleikjum.